Föstudagur, 12.1.2007
Komin fersk og fín eftir rólegt og gott jólafrí.
jólafríð byrjaði nú reyndar ekki svo vel, þar sem fluginu frá Salzburg seinkaði svo mikið vegna þoku í London að við ( ég og Michi) rétt misstum af fluginu til keflavíkur um kvöldið. Frekar mikið drama því við vorum bókstaflega á hlaupunum í gegnum flugstöðina til að reyna að ná fluginu, en það fór þannnig að við gistum í London um nóttina og komumst til landsins um kl.3 daginn eftir.
Heima tók nú ekkert betra við því það var brjálað veður um allt land og öllum flugum fresta þannig að við gistum eina nótt hjá Eysteini. Svo komumst við loksins í fjörðinn fagra að hádegi á þorláksmessu sem gerir að við vorum 2 og hálfan dag á leiðinni. Geri aðrir betur Svo var auðviða farið beinnt í skötu til Önnu og Tona.
Jólin voru bara mjög róleg og alveg eins og vanalega. Sama fólkið + einn nýr fjölskyldu meðlimur, sami maturinn og svo framvegis. Alveg nákvæmlega eins og mig langaði að hafa þessi jól.
já og mig langar bara að nota tækifærið og þakka bara kærlega fyrir allar jólagjafirnar og kortin sem mér voru send
Skömmu fyrir áramót komu Eysteinn og Þórey til okkar með Trausta hundinn sinn með sér. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn.
Svo var skýrn já litla Valssyni og hann heitir Axel.
Svo komur áramótin, afa var boðið í mat og borðaður kalkhúnn ala Þórey sem var mjög góður. Svo var horft á skupið auðvitað og svo farið að spreingja uppfrá hjá Dagnýu og Grétari, senna um kvöldið var svo farið til Helgu og Jensar í heimsókn. Bergsteinn og Steinar ásamt fleirum héldu áramóta diskótek í skrúð.Mér finnst þetta bara vera frábært framtak, helda að þetta fari bara að verða árviss viðburður þar sem þeir gerðu þetta líka í fyrra.
eftir áramót fór ég að heimsækja Leikskólann á Reyðarfirði. Mjög gaman að hitta alla aftur og ég var svo heppin að það hittist þannig á að Harpa ákvað sama dag að koma í heimsókn með litlu prinsana sína Héðin og Hylmir 7 vikna gamla( er reyndar ekki alveg viss með seinna nafnið látið mig vita ef það er ekki rétt held það sé þetta eitthvað H allavega eins og hinir.)
Svo var bara komið af því að fara aftur til Vínar. Með 30 kílóa ferðatösku (veit ég er létt geggjuð ) nánast fulla af mat og öðru dóti fyrir fjölskylduna og Helgu.
Á leiðinni til baka stoppaði ég einn dag í Salzburg og skoaðið mig aðeins um þar. Þetta er þæinlega stór bær og æðislega fallegur. Svo fór maður jú auðvitað í Motsart húsin tvö í bænum held að það fylgi nú bara því að fara til Salzburgar mjög fín söfn bæði tvö og alls ekkert lík hafa bæði sína sér stöðu.
Já og nú er ég komin til Vínar og fjölskyldan alsæl með varninginn.
Um bloggið
Heiða Bloggar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þú ert farin að blogga aftur, er ekki næsta skref að setja inn myndir frá Austurríki af því þú átt orðið svo fína vél.
Kv
Eysteinn (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.