Föstudagur, 19.1.2007
stormurinn rosalegi
sem betur fer kom þessi stormur ekki eins stekrur á Vín eins og jafnvel var búist við. En það er sammt mjög sérstakt að eiga svonar yfir höfði sér og þurfa að undirbúa fyrir hann allt úti við.
Vísir, 19. jan. 2007 18:30
41 sagður hafa látist í óveðrinu
Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum.Veðrið er með því versta sem dunið hefur á Evrópubúum í háa herrans tíð. Bretar urðu fyrstir fyrir barðinu á storminum sem síðan fikraði sig austur eftir álfunni í nótt og í morgun. Óveðrið skilur eftir sig slóð eyðileggingar enda fór vindhraðinn í verstu hviðunum upp í 60 metra á sekúndu, sem er á við öflugan fellibyl. Manntjónið í veðrinu er umtalsvert. Á Bretlandseyjum eru tólf látnir af völdum þess, ellefu í Þýskalandi, sex í Hollandi og aðrir sex í Póllandi. Þá liggja fjórir í valnum í Tékklandi. Þar var hátt í ein milljón manna án rafmagns langt fram eftir degi.
Innanlandsflug hefur víðast hvar legið niðri vegna veðursins og lestarferðir sömuleiðis, sérstaklega eftir að aðallestarstöðin í Berlín, sem er ein sú stærsta í Evrópu, skemmdist í hamaganginum. Í dag hefur veðrið gengið talsvert niður en samgöngur á svæðinu hafa samt gengið erfiðlega. Þannig lenti hópur Íslendinga á leið til Magdeburgar til að hvetja landsliðið á HM í handbolta í vandræðum og eftir því sem næst verður komið er hópurinn ekki enn kominn á leiðarenda.
Um bloggið
Heiða Bloggar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvísa, bara kvitta, kíktu endilega á bloggið mitt, komin með vinnu á veitingarstað Gordon Ramsys... allavega í viku hehe fór í prufu í dag, þau vildu fá mig í vinnu en þarf bara að sanna mig í viku... see u
Heiða Anita Hallsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 20:34
hæ hæ ég er þunn í vinnunni...:) hehe ....játs stuð hjá þér ætla að hringja í þig á morgun ;)
margrét hin fagra (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.