Færsluflokkur: Ferðalög

fjölskyldu bílnum stolið

hæ hæ seinasta vika var mjög róleg og þæginleg fyrir mig því fjölskyldan var nánast alla vikuna í burtu.  Eina sem ég þurfti að gera var að passa hundinn.

En reyndar var ég mikið heima hjá Helgu að passa Kristínu því hún er að lesa yfir og gera ritgerðina sína klára fyrir skil. Mjög áhugavert efni sem hún er að skrifa um,held að þetta eigi eftir að koma bara vel út.

í staðin fyir pössun ætlar hún að bjóða mér á Þorrablót og borga félagsgjaldið fyrir mig hjá íslendingafélaginu. Sem er bara frábært af henni. Smile  manni liggur við samvisku biti því það þurfti ekkert að hafa fyrir stelpunni hún er voða stilt og góð.

fyrst fóru mamman og krakkarnir í fjóra daga til Linz í heimsókn hjá mömmu hennar og pabba. Svo komu þau heim í einn dag og fóru svo öll saman til Bradislava í 2 daga ferð. Þeim fannst mjög gaman og allt það en einn stór svartur blettur á þessu öllu var að í Búdapest var bílnum þeirra stolið,bara heill míni van horfinn sí sona. ÓTRÚLET svo ekki sé meira sagt. Þannig að nú er fjöslskyldan bíllaus og bráðum þarf að íhuga bílakaup.


Útskrift í Austurríki

Fjölskylda prestsins er góðir vinir fjölskyldu minnar.  Á fimmtudaginn kláraði prestfrúin einnig prestanám og fórum ég mamman og tvö yngstu í útskriftarathöfnina. Athöfnin var mjög flott og sérstök þar sem regtorinn og aðstoðar regtorinn voru í svaka flottum kuflum. regtrorinn hélt ræðu, svo var spilað á fiðlu og kontrabassa eitt lag eftir Motsart,þjóðsönginn og fleiri lög og svo voru smá veitingar í boði á eftir og skálað.

Já og ég ætla ekki að gleyma að minnast á háskólabygginguna sjálfa sem er mjög flott, skreytt allstaðar og málverk í loftum.  

Mjög gaman að fá að sjá þetta svolítið öðruvísi en heima Smile 


Fachings fest

um seinustu helgi fór ég með mömmunni og krökkunum í kyrkjuna á svokallaða fachings fest.

Svona svolítið eins og öskudagur hjá okkur. Þá koma krakkarnir klæddir upp í allskonar búnunugm og farið var  í leiki saman og borða gotterí. Svo var var sett upp smá leikrit fyrir foreldrana, þar sem allar fígúrurnar sem krakkarnir voru komu við sögu ( mjög sniðugt og sætt fannst mér)

Svo er bara allt gott að frétta af mér, þanngað til seinnna Smile


Afmæli afmæli

hæ ég skrifaði þessa færslu fyrir um 2 vikum síða en hún virðist eitthvað hafa misfarist þannig að ég skirfa hana bara aftur nákæmlega eins og hún var áður Smile verðið að fyrirgefa

 Um helgina átti elsti drengurinn afmæli og í tilefni að því komu amma hans og afi frá Linz í heimsókn, þau eru virkilega yndæl hjón. Svo fór öll hersingin út að borða á Grískann veitingastað hérna í 16 hverfi. Ég fékk mér grillaðan kjúkling sem klikkar aldrei, og svo var súkkulaði kaka í eftirrétt þegar heim var komið. Þannig að það var bara hið notarlegasta afmæli fannst mér, og svo gaf ég honum Shaggy the dog myndina í afmælisgjöf sem hann var mjög ánægður með þetta allt saman Smile 

 


stormurinn rosalegi

sem betur fer kom þessi stormur ekki eins stekrur á Vín eins og jafnvel var búist við. En það er sammt mjög sérstakt að eiga svonar yfir höfði sér og þurfa að undirbúa fyrir hann allt úti við.
  
Vísir, 19. jan. 2007 18:30

41 sagður hafa látist í óveðrinu

Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum.

Veðrið er með því versta sem dunið hefur á Evrópubúum í háa herrans tíð. Bretar urðu fyrstir fyrir barðinu á storminum sem síðan fikraði sig austur eftir álfunni í nótt og í morgun. Óveðrið skilur eftir sig slóð eyðileggingar enda fór vindhraðinn í verstu hviðunum upp í 60 metra á sekúndu, sem er á við öflugan fellibyl. Manntjónið í veðrinu er umtalsvert. Á Bretlandseyjum eru tólf látnir af völdum þess, ellefu í Þýskalandi, sex í Hollandi og aðrir sex í Póllandi. Þá liggja fjórir í valnum í Tékklandi. Þar var hátt í ein milljón manna án rafmagns langt fram eftir degi.

Innanlandsflug hefur víðast hvar legið niðri vegna veðursins og lestarferðir sömuleiðis, sérstaklega eftir að aðallestarstöðin í Berlín, sem er ein sú stærsta í Evrópu, skemmdist í hamaganginum. Í dag hefur veðrið gengið talsvert niður en samgöngur á svæðinu hafa samt gengið erfiðlega. Þannig lenti hópur Íslendinga á leið til Magdeburgar til að hvetja landsliðið á HM í handbolta í vandræðum og eftir því sem næst verður komið er hópurinn ekki enn kominn á leiðarenda.

Íslenskt lambalæri umm

jæja seinsustu Helgi bauð fjölskyldan mín Helgu og fjölkyldu í matarboð. Á Boðstólnum var lambalæri með sveppa sósu, waldorfsallati og öllu tilheyrandi, Held að það þurfi ekki að taka það fram en geri það nú samt að þetta smakkaði snilldarlegSmile

Ef ég er ekki búin að vekja hjá þeim áhuga á að heimsækja Ísland þá veit ég nú ekki hvað,

búin að segja þeim frá jólasveinunum okkar ( sem komu á þetta heimil í ár, taka það fram)

búin að gefa þeim spil með ásagoðunum og gyðjunum( segi þeim frá þeim seinna þarf aðeins að rifja upp söguna, aðeins farin að ryðga í þeim sko Frown)

þau eru búin an smakka íslenskann fisk, lambalæri, bjór, skyr og harðfisk. Þeim fannst alltsaman gott og sniðugt sérstaklega harðfiskurinn)

og marg annað.

 Held að þau verði nú bara að koma í heimsókn við tækifæri eða hvað finnst ykkur ??  

 


Komin fersk og fín eftir rólegt og gott jólafrí.

jólafríð byrjaði nú reyndar ekki svo vel, þar sem fluginu frá Salzburg seinkaði svo mikið vegna þoku í London að við ( ég og Michi) rétt misstum af fluginu til keflavíkur um kvöldið. Frekar mikið drama því við vorum bókstaflega á hlaupunum í gegnum flugstöðina til að reyna að ná fluginu, en það fór þannnig að við gistum í London um nóttina og komumst til landsins um kl.3 daginn eftir. 

Heima tók nú ekkert betra við því það var brjálað veður um allt land og öllum flugum fresta þannig að við gistum eina nótt hjá Eysteini. Svo komumst við loksins í fjörðinn fagra að hádegi á þorláksmessu sem gerir að við vorum 2 og hálfan dag á leiðinni. Geri aðrir betur Smile  Svo var auðviða farið beinnt í skötu til Önnu og Tona.

Jólin voru bara mjög róleg og alveg eins og vanalega. Sama fólkið + einn nýr fjölskyldu meðlimur, sami maturinn og svo framvegis. Alveg nákvæmlega eins og mig langaði að hafa þessi jól.

já og mig langar bara að nota tækifærið og þakka bara kærlega fyrir allar jólagjafirnar og kortin sem mér voru send Smile

Skömmu fyrir áramót komu Eysteinn og Þórey til okkar með Trausta hundinn sinn með sér. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn.

Svo var skýrn já litla Valssyni og hann heitir Axel.

Svo komur áramótin, afa var boðið í mat og borðaður kalkhúnn ala Þórey sem var mjög góður. Svo var horft á skupið auðvitað og svo farið að spreingja uppfrá hjá Dagnýu og Grétari, senna um kvöldið var svo farið til Helgu og Jensar í heimsókn. Bergsteinn og Steinar ásamt fleirum héldu áramóta diskótek í skrúð.Mér finnst þetta bara vera frábært framtak, helda að þetta fari bara að verða árviss viðburður þar sem þeir gerðu þetta líka í fyrra.

eftir áramót fór ég að heimsækja Leikskólann á Reyðarfirði. Mjög gaman að hitta alla aftur og ég var svo heppin að það hittist þannig á að Harpa ákvað sama dag að koma í heimsókn með litlu prinsana sína Héðin og Hylmir 7 vikna gamla( er reyndar ekki alveg viss með seinna nafnið látið mig vita ef það er ekki rétt held það sé þetta eitthvað H allavega eins og hinir.)   

Svo var bara komið af því að fara aftur til Vínar. Með 30 kílóa ferðatösku (veit ég er létt geggjuð Joyful ) nánast fulla af mat og öðru dóti fyrir fjölskylduna og Helgu.  

Á leiðinni til baka stoppaði ég einn dag í Salzburg og skoaðið mig aðeins um þar. Þetta er þæinlega stór bær og æðislega fallegur. Svo fór maður jú auðvitað í Motsart húsin tvö í bænum held að það fylgi nú bara því að fara til Salzburgar mjög fín söfn bæði tvö og alls ekkert lík hafa bæði sína sér stöðu.

Já og nú er ég komin til Vínar og fjölskyldan alsæl með varninginn.Smile  

 


siðasta blogg fyrir jól.

 í kvöld var svona smá kveðju hóf fyrir mig og við borðuðum stollen og drukkum jóalpunch.

Svo gaf ég þeim gjafirnar sem mamma senti til mín ( þau voru mjög hrinfin)

svo sungum við nokkur jólalög.

þannig að þetta var bara mjög þæginlegt kvöld og ég með algert samviskubit að yfirgefa þau um hátíðarnar, en jæja hvað um það held að það hverfi um leið og ég stíg í flugvélina.

á morgun förum við öll svo saman í ikea.

svo daginn eftir veður haldi upp á þriggja ára afmæli á bænum.

og svo fer ég áleiðis heim eftir afmælið.

 þannig að krakkar mínir ég er ekki að sjá framm á að blogga fyrir nýja árið hvað þá fyrir jól svo að ég segi nú bara eftirfarandi :

Gleðileg jól allir saman

og gott og farsælt komandi ár.   


Jólahald í Austurríki

Hjá þeim byrjar jólahald með aðventu og þau hafa aðventu krans eins og við en kertin heita ekkert.

  Hér er bakað mikið af jóla smákökum líkt og heima og var ég mjög hissa og glöð með það þar sem ég fæ að smakka allskonar nýjar sortir.  

 Svo kemur hann krampus nóttina 5 en hann krampus er vondi kallinn hann lítur út eins og djöfull svartur ljótur og hefur sakalega hátt. Þá nótt verða krakkarnir að passa að gluggarnir séu lokaðir svo hann komist ekki inn. 

Nóttina 6 kemur heilagur Nikulás hann er góður biskup og hann færir krökkunum ( ekki endilega í skó, það er mismunandi eftir landshlutum) gjafir sem eru oftast jarðhnetur, súkkulaði, mandarínur og eitthvað meira. Nikulás er mjög gjafmildur og það má eiginlega segja að hann gefi á einu kvöldi jafn mikið og 13 jólasveinar heima.Alla vega á mínu heimili.  Smile 

Síðan er í raun og veru ekkert þannig séð óvanalegt gert fyrr en bara á jólunum en þá kemur englabarn ( Christkind eða jólasveinninn )  á aðfangadags kvöld og skreytir jólatréð og lætur fullt af gjöfum undir tréð.Þetta gerist öllum að óvörum og allar gjafirnar eru frá barninu sjálfu. Á aðfangadagskvöld er borðaður fiskur og pakkarnir opnaðir með öllu tilheyrandi   Svo er farið í kirkju bara eins og heima. Aðal messa er að miðnætti 24. des. . 

Svo dagarnir á eftir fara í að hitta stórfjölskylduna og borðað góðan mat.

Hérna er svipað mikið skreyt með seríum og heima en ég hef tekið eftir að maður nýtur þess ekki eins mikið hér, þar sem það er svo lengi bjart yfir daginn.

Jólahald hér er ekkert voða ólíkt jólahaldi heima fyrir utan svona smáatriði og þau skipta miklu máli, allavega finnst mér það. Smile

Svo þangað til seinn.


Jólaball

Í dag var ég á jólaballi hjá íslendingafélaginu hérna í Vín.

það var mjög rólegt og huggulegt, það var dansað í kringum jólatréð og hlaðið borð af veitingum.

Svo kom auðvitað jólasveinnin í heimsókn.

Það er ekkert jólalegra en að sjá litla krakka í spari fötum dansandi í kringum jólatré finnst mér.

Ég hlakka ekkert smá til að koma heim í jólafrí skal ég segja ykkur enda eru nú bara 10 dagar í það.

hvernig væri nú að láta mann vita af jólaundirbúningi heima svona smá góða fólk. Smile

þangað til seinna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Heiða Bloggar

Höfundur

Heiða Björg Ingólfsdóttir
Heiða Björg Ingólfsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband