Færsluflokkur: Ferðalög
Sunnudagur, 3.12.2006
Fyrsti í aðventu
hæ gott fólk núna er bara stax kominn fyrsti í aðventu.
í tilefi af því fór öll fjölskyldan og ég í messu og á eftir var boðið upp á léttar veitingar.
Þarna var einnig lítill jólamarkaður þar sem seldar voru bækur,smákökur og allskonar jólaföndur sem krakkarnir hafa unni í barnastarfi þar.
Fjölskyldan mín er Lútherstrúar og söfnuðurinn ekki mjög stór þar sem flestir eru í Katþólskukirkjunni. Þannig að þetta er voða lítið og þæinlegt bara nánast eins og heima
Síðan um kvöldið komu vinir í heimskókn til fjölskyldunnar og við gæddum okku á smákökum saman og sungum jólalög undir píanó og þverflautuleik.
Eftir sönginn var svo farið út kveyktur lítll varðeldur, drukkið jólaglögg og borðað gúllas.
Þannig að þetta er mjög góð byrjun á aðventu hér hjá mér, ég vona bara að jólaundirbúningurinn gangi vel hjá ykkur öllum og umfram allt njótið aðventunar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29.11.2006
Leikfangasýning
Svo að ég mamman og krakkarnir og vinir fjölskyldunnar vorum þar allan daginn að prufa ný og ný spil. Þannig að úr því varð bara hinn ágætasti spiladagur, og krakkarnir búnir að finna út hvað á að biðja jólasveininn um í jólagjöf
Ég segi ykkur frá jóla haldi hérna í Austurríki á aðventunni einhvern tímann
Svo þangað til seinna
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29.11.2006
Jólabaksturinn byrjaður
jæja á föstudaginn fórum við ( ég mamman og tvö yngri) heim til Helgu og bökuðum okkur alíslenskar piparkökur. Svo gerði mamman eina sort af einhverskonar appelsínusmákökum. Í stuttu máli sagt heppnaðist baksturinn bara alveg ljómandi vel og smakkaðist líka enn betur
svo bauð Helga mér að koma einhverntíman og baka uppáhalds sortina mína fyrir jólin. Aldrei að vita nema að maður taka hana á orðinu, líka fyrst að mamma var svona góð að senda mér uppskriftina
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19.11.2006
Jólamarkaðurinn
í kvöld gerði ég mér ferð í bæinn til að fá mér göngu túr og skoða öll jólaljósin í miðbænum mjög flott og á líklega efir að vera meira af þeim.
svo rambaði ég á píanóleikara sem spilaði klassíska tónlist á miðju torginu í miðbænum.
Ég fór líka á jólamarkaðinn, mæli með fyrir alla að skoða hann alveg rosalega jólalegt og flott. Þannig að nú er ég sko alveg komin í jólaskap jafnvel þó það sé bara nóvember og enginn snjór hjá mér eða neitt.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 18.11.2006
Steyktur fiskur í raspi
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 11.11.2006
gæsabringur og ljósalugtir
hæ í dag er hátíðisdagur í Austurríki held að þetta sé svipað og öskudagur heima.Fólk fagnar byrjun á eihverju sérstöku tímabili þekkin ekki alveg nægilega vel til til að segja meira.En veit að þetta er ekki aðventa því hún byrjar á sama tíma og heima auðvitað.
En á þessum degi fara krakkarnir með ljósalugtir og ganga úti í myrikrinu og syngja, svo er borðuð gæs þegar fólkið er komið heim(umm lecker ).
Hérna er eitt af lögunum seim þau sungu:
Laterne Laterne.
Laterne, Laterne, Sonne, Mond und
Sterne. Brenne auf mein Licht, aber
nur meine liebe Laterne nicht !
svo eru fleiri erindi.
en þetta þýðir í runinni að sólin, máninn og stjörnurnar meiga hætta að skýna en alls ekki elsku lugtin mín.
Ferðalög | Breytt 12.11.2006 kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 9.11.2006
Tannlæknir
Það býr Íslensku tannlæknir hér í vín mér finnst það mjög sniðugt. Það gat líka ekki verið heppilegra fyrir mig því ég þurti að fara tannlæknis( ekki tannpína eða neitt þannig sko). Svo ég gat bara hrinkt og pannað mér tíma á mínu móður mál og ekkert vesen og það sem meira var gaf hann mér tíma bara strax daginn eftir að ég hringdi .
og smá upplýsingar fyrir pabba. Hann á ættir að rekja í Skraðshlíð.
Ferðalög | Breytt 12.11.2006 kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9.11.2006
Skólinn og að læra þýsku
Mér gengur bara mjög vel í þýskunáminu mínu og var meðal þeirra hæstu í prófi sem vit tókum í seinsustu viku ótrúlegt en satt ég Heiða Björg Ingólfsdóttir ein af þeim hæstu í þýsku.
Mér gekk hræðilega í þýsku þegar ég var heima og ég held að ég sé búin að finna ástæðuna.
kennarinn heima var ekki nógu harður. Maður er bara hálf hræddur við kennarann hér ef maður segir eitthvað vitlaust , og já það virðist að minnasta kosti virka á mig. Hún heldur manni við efnið í tímum svo við förum nú mjög fínt í þetta
Ferðalög | Breytt 12.11.2006 kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8.11.2006
Best að byrja á byrjuninni =)
Ferðalagið: þetta var virkilega eitt það erfiðasta ferðalag sem ég hef farið í :
í fyrsta lagi fór ég með nætur flugi til köpen.
í öðrulagi þar sem þetta var nætur flug gat ég ekkert stytt mér stundir með því að lesa eða eitthvað því þá hefið ég bara sofnað og að er ekki gaman þegar maður þarf að búða næstum hálfan daginn í flughöfnum.
í þriðja lagi millilennti ég tvisvar á þessari stuttu leið!!!
En dagarnir á eftir voru auðveldir þannig að ég jafnaði mig á því.
þetta hef ég verið að brasa síðan ég kom til Vínar :
kynnast fjölskyldunni og vinna fyrir þau / með þeim.
Fara í bæinn og skoða mig fara á söfn og versla auðvitað =)
Fara í til Sankt Pölkton og heimsækja Michi.
Fara í heimsókn til Helgu Finnboga sem býr sirka 20 mín frá mér sem er alger snild, og ekki gleyma í afmælinu hennar.
Fara á fjölskyldu skemmtun hjá IBM.
Fara á uppskeruhátið upp í sveit.
Hitta Íslending í bíó fyrstu vikuna mína hér.
Fara á Íslendinga kvöld.
Vera með mömmunni og tveimur yngri krökkunum í söng og leikhóp sem hún stjórnar.
Fara á þýskunámskeið.
Fara niður í bæ á þjóðhátíðardaginn sem er 26 okt. frekar mikið öðruvísi en heima, það er verið að bjóða fullt af nýjum hermönnum velkomna til starfa og þeir fara allir saman með eyð um að vernda land og þjóð og margt fleira tengt hernaði getur maður skoðað.
Stunda heitt jóka.
Held að þetta sé svona það merkilegasta man allavega ekki eftir neinu öðru í bili
það kemur þá bara seinna =)
Ferðalög | Breytt 12.11.2006 kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8.11.2006
byrjuð að blogga
Halló jæja nú er ég loksins búin að stofna mér bloggsíðu
svo bara njótið =)
Ferðalög | Breytt 12.11.2006 kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Heiða Bloggar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar